Fasteignaréttur
Tryggðu rétt þinn í
fasteignaviðskiptum

── Teymið
Öflugt lagateymi
aðstoðar þig við
að eyða óvissu
─ 01

── Teymið
── Vanefndir
Víðtæk reynsla af
ráðgjöf vegna galla
og vanefnda
─ 02

── Vanefndir
── Teymið
Sérfræðingar með
þér í liði
─ 03

── Teymið
FASTEIGNARÉTTUR
Sendu okkur línu á fasteignarettur@lagastod.is og við hjálpum þér með næstu skref.
Við erum til húsa í Lágmúla 7, 108 Reykjavík
── Sérsvið
Gallar og aðrar vanefndir í fasteignakaupum
Fasteignakaup eru ein af stærstu fjárfestingum sem einstaklingar gera á ævinni. Þegar ágreiningur eða vanefndir koma upp, hvort sem er af hálfu kaupenda eða seljenda, er mikilvægt að hafa á að skipa traustri og faglegri aðstoð.
Skipulags- og byggingarmál
Ráðgjöf um skipulagsmál, byggingarleyfi, og hagsmunagæslu gagnvart sveitarfélögum.
Álitamál um eigna- og afnotarétt
Á fasteignarétti.is bjóðum við upp á sérsniðna þjónustu í eignarrétti, með áherslu á faglega ráðgjöf og lausnir á ágreiningum tengdum eignarréttindum. Hvort sem þú þarft ráðgjöf um inntak réttinda eða réttarstöðu þína eða aðstoð við úrlausn ágreinings hvort sem um hagnýtingarrétt, lóðarleigusamninga eða auðlindamál, eru sérfræðingar okkar hér til að veita þér stuðning.
Húsfélög
Í húsfélögum er mjög mikilvægt að huga að því að ákvarðanir um framkvæmdir séu teknar með lögformlega réttum hætti. Við aðstoðum við ákvarðanatökuferlið, frá undirbúningi og framkvæmd húsfunda til þess að tryggja að allar ákvarðanir séu teknar í samræmi við lög og reglur, ásamt því að stuðla að samstöðu meðal eigenda og tryggja að skipting kostnaðar sé lögum samkvæmt. Fasteignaréttur.is veitir faglega ráðgjöf og aðstoð við undirbúning meiriháttar viðhalds- og framkvæmdamál, þar með talið gerð útboðsgagna og samningsgerð við verktaka. Hafðu samband til að fá faglega aðstoð fyrir þitt húsfélag.
Leigusamningar og ágreiningsmál
Við veitum aðstoð og ráðgjöf við gerð leigusamninga og aðstoðum í ágreiningsmálum vegna leigu og vanefnda leigjenda.
── Starfsfólk
Við hjá Fasteignarétti erum öflugt teymi með áratugareynslu af ráðgjöf á sviði fasteigna og eignarétti. Við veitum trausta og faglega ráðgjöf og vinnum af heilindum og alúð að hagsmunum viðskiptavina okkar.
── Fræðsla
Fræðsla
Málskostnaðartrygging
Í skilmálum heimilistryggingar eða fasteignartryggingar kann að vera málskostnaðartrygging eða réttaraðstoðartrygging. Hlutverk málskostnaðartryggingarinnar er að greiða málskostnað vegna ágreinings í einkamálum sem endar fyrir íslenskum dómstólum.
Fræðsla
Hvenær er fasteign gölluð?
Fasteign telst gölluð ef hún uppfyllir ekki kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum og kaupsamningi, eða ef hún hentar ekki til venjulegra eða sérstakra nota sem kaupandi mátti vænta, miðað við þær upplýsingar sem seljandi veitti eða átti að veita.
Fræðsla
Hefð
Hefð er lögfræðilegt hugtak sem lýsir ferli þar sem einstaklingur getur öðlast eignarrétt yfir fasteign eða lausafé með því að hafa haft yfirráð yfir eigninni í tiltekinn tíma. Til að eignarréttur stofnist fyrir hefð þarf einstaklingur að hafa haft óslitið og ómótmælt eignarhald á eigninni í ákveðinn tíma, sem oftast er 20 ár fyrir fasteignir og 10 ár fyrir lausafé.
Fræðsla
Óbein eignarréttindi
Oft skiptast eignarráð yfir tilteknum verðmætum á hendur fleirri en eins aðila. Oft er um að ræða annars vegar eiganda, sem fær beinan eignarrétt og hins vegar rétthafa, sem nýtur takmarkaðra réttinda, óbeinna eignarréttinda yfir verðmætunum. Dæmi um óbein eigarréttindi er afnotaréttur, ítaksréttur, veðréttur og forkaupsréttur. Leigusali er t.d. með hinn beina eignarrétt að fasteign en leigjandi er með afnotarétt yfir eigninni.